Fara í efni  

Dagskrá Akureyrarflokks

Athugið að á þriðjudögum kl. 12:30-13:30 og fimmtudögum kl. 19:30-20:30 er hægt að nálgast mat í gegnum samstarf okkar við Nettó.

 

Sunnudagar

Samkoma kl. 11 (fyrsta sunnudag í mánuði)

Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna, í umsjón Lárusar Óskars. Söngur, hugvekja, fyrirbæn, vitnisburðir og Biblíulestur. Kaffi og með því eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

Mánudagar

Herkaffi kl. 11

Kaffi og með því, brauð og léttur hádegisverður. Opið fyrir fólk á öllum aldri og með hvaða bakgrunn sem er. 

 

Þriðjudagar

Krílasöngur kl. 11 (lokað námskeið)

Fjölskyldustarf kl. 16-18

Leikir í barnastarfi.

Opið hús er sérstaklega hugsað fyrir börn á grunnskólaaldri og fjölskyldur þeirra en allir eru velkomnir. Hugvekjur, leikir, söngur, föndur og fleira skemmtilegt. Alltaf er heitt á könnunni og svo endum við á því að borða saman einfaldan kvöldmat. Góð stund fyrir alla fjölskylduna.

Unglingastarf kl. 20-22

Starfið er fyrir unglinga í 8.-10. bekk. Skemmtilegar stundir þar sem áhersla er lögð á jákvæðan félagsskap og allir fái að vera þeir sjálfir. Við ræðum trúmál og lesum í Biblíunni, förum í leiki og skemmtum okkur saman.

 

Miðvikudagar
Bæn og matur kl. 11

Byrjað er á bænastund kl. 11 þar sem við biðjum fyrir innsendum bænaefnum og öðru sem okkur liggur á hjarta. Eftir bænastundina borðum við saman góðan hádegismat.

 

Fimmtudagar

Kvennastarf fyrir konur af erlendum uppruna kl. 10-12

 

Handavinnukvöld kl. 19:30

Á fimmtudagskvöldum hittist fólk á öllum aldri og af ýmsum þjóðernum. Kvöldin eru bæði fyrir handavinnusnillinga og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þau sem mest kunna aðstoða þau sem hafa minni þekkingu. Kaffi á könnunni og góður félagsskapur. 

 

Föstudagar 

Eldri unglingar kl. 21

 

Sjúkrabílabangsar sem urðu til í prjónahópnum í Akureyrarflokki.