Velferðarstarf

Súpa, sápa og hjálpræði

Hjálpræðisherinn hefur frá upphafi litið á boðun og félagslegt starf sem tvær hliðar á sama máli. Starf okkar er tengt kristinni trú og náungakærleika órjúfanlegum böndum, sem þýðir fyrir okkur að sýna alhliða umhyggju. Við lítum á einstaklinginn sem heild sem hefur líkamlegar, sálfræðilegar, andlegar og félagslegar þarfir. Að bjóða súpu er að mæta grunnþörfum samferðafólks. Sápa byggir á virði og sjálfsvirðingu. Hjálpræði á við um óendanlegan og lífsbreytandi kærleika Guðs í gegnum Jesú Krist. 

(William Booth, 9. maí 1912)

Á Íslandi eru þeir fjármunir sem safnast í velferðarsjóði flokkanna notaðir á margvíslegan hátt.

Stærstur hluti upphæðarinnar er notaður til að reka opið hús og niðurgreiða hádegismat og í mai 2023 urðu þær breytingar að við fóru að selja máltíðar kort. 

Þetta urðum við að gera vegna þess að fjöldi þeirra sem sækja um aðstoð hjá okkur þetta ár hefur vaxið um allt að 150%. Því miður þá er velferðarfé okkar þegar komið að þolmörkum og innkoma í velferðarsjóð ekki staðið undir þessari miklu aukningu. Til þess að geta haldið áfram að hjálpa samfélaginu á sem bestan hátt þá munum við framvegis bjóða máltíðir okkar á niðursettu verði, eða kr. 500 (sama máltíð kostar kr. 1850 á Kastalakaffi) fyrir þau sem hafa rauða kortið eða eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þeir sem þess kjósa geta keypt 10 máltíða klippikort með auka 50% afslætti á kr. 2500. Þeir vinir okkar sem eru í mjög brýnni þörf og telja sig ekki geta greitt fyrir máltíðir eru beðnir um að fá viðtal við foringja með því að senda tölvupóst á velferd@herinn.is 
Nauðsynlegt er að taka með sér gögn um tekjur og útgjöld fyrir þann fund 
Þessar breytingar tóku gildi 10. maí 2023 

Á Akureyri er opið hús fyrir fjölskyldur einnig rekið fyrir fé úr velferðarsjóði en þangað koma vikulega um 30 manns og eiga gæðastund saman auk þess að borða heita máltíð.

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið: velferd@herinn.is

Árlega aðstoðar Hjálpræðisherinn fjölda fólks með fatnað og húsgögn og einnig kemur fyrir að aðstoða þarf með einstaka reikninga þegar þannig stendur á hjá fólki. Hvert dæmi er metið fyrir sig eftir þeim gögnum sem fyrir liggja, eftir samtal.Fé úr velferðarsjóði hefur einnig verið notað til að gera einstaklingum, stórum jafnt sem smáum, kleift að taka þátt í viðburðum sem þeir hefðu annars ekki átt kost á. Hægt er að sækja um til velferðarsjóðs og er hvert tilfelli metið fyrir sig. Að auki má nefna samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins. "Töskur með tilgang" 

Hér er hægt að styrkja velferðarstarf Hjálpræðishersins.

Hjálpræðisherinn á Akureyri er aðili að Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Hjálpræðishersins á Akureyri, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða krossins við Eyjafjörð og Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis. Jólaaðstoð og úthlutun gjafakorta í matvöruverslanir fer fram í gegnum sjóðinn. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu sjóðsins, þar sem einnig er hægt að sækja um styrki. Einnig geta einstaklingar leitað til Hjálpræðishersins á Akureyri til að fá úthlutað inneignarkorti í Hertex. 

Hjálpræðisherinn er þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja starfinu lið með ýmsum hætti, hvort sem er með beinum fjárframlögum, gjöfum eða sjálfboðaliðastörfum.