Jólaaðstoð 2021

Reykjavík

Daglega koma til okkar í Reykjavík einstaklingar sem þurfa á aðstoð að halda. Hátt í 200 einstaklingar nýta sér það að koma og borða heitan mat í hádeginu á hverjum virkum degi, þeim að kostnaðarlausu. Velferðarsjóður Hjálpræðishersins stendur undir þeim útgjöldum sem falla til við að gefa þessum einstaklingum að borða. Það er hægt að koma og borða hjá okkur alla virka daga allan ársins hring. Einnig eru oft vörur frá velunnurum okkar sem settar eru fram til þeirra sem koma og hafa þörf fyrir og áhuga á að taka. Einstaklingar sem koma og greiða fyrir sína máltíð, greiða í leiðinni fyrir máltíð í Velferðarsjóðinn.

Engin sérstök jólaaðstoð verður á vegum Hjálpræðishersins í ár í formi úttektarkorta í verslun.

Áfram verða allir sem á því þurfa að halda velkomnir í hádegismat á hverjum virkum degi. Eins eru allir sem á því þurfa að halda velkomnir til okkar á aðfangadag í okkar árlega í jólaboð.

Akureyri

Jólaaðstoðin á Akureyri er samstarf Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins í Eyjafirði. Umsóknarfresti fyrir jólaaðstoð er lokið.