Hjálpræðisherinn í Reykjavík

Ánægðir þátttakendur og leiðtogar á sumarnámskeiði 2019.Hjálpræðisherinn í Reykjavík (reykjavik@herinn.is) er með starfsemi í gömlu apóteki í Mjóddinni, nánar tiltekið að Álfabakka 12, 109 Reykjavík. Flokksleiðtogar eru Hjördís Kristinsdóttir og Ingvi Kristinn Skjaldarson.

Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í starfi Hjálpræðishersins í Mjódd. Í Mjóddinni er þétt dagskrá alla vikuna og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Samkomur eru á sunnudögum kl. 14 en þess utan eru lofgjörðarkvöld einn sunnudag í mánuði og messy church einn laugardag í mánuði. Flokkurinn iðar einnig af lífi alla virka daga, sem dæmi má nefna spilakvöld, heimilasamband, aðstoð við heimanám, opið hús og fleira. 

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér dagskrá flokksins en hana má finna í heild sinni hér. 

Hjálpræðisherinn í Reykjavík er á Facebook og á Instagram undir notandanafninu @herinnrvk.