Hjálpræðisherinn í Reykjavík

Börn og unglingar í unglingastarfinu vorið 2020Hjálpræðisherinn í Reykjavík (reykjavik@herinn.is) er eins og stendur á milli húsnæða. Beðið er eftir að geta flutt að Suðurlandsbraut 72. Eina starfið sem er enn í Mjóddinni, nánar tiltekið að Álfabakka 12, 109 Reykjavík, er barna og unglinga starfið sem er á miðvikudögum frá 17:00-20:00.

Foringjar í Reykjavíkurteymi eru Hjördís Kristinsdóttir, Ingvi Kristinn Skjaldarson, Hannes Bjarnason og Birna Dís Vilbertsdóttir. Linda Björk Hávarðardóttir starfar sem verkefnastjóri BUH (Barna- og unglingastarfs Hjálpræðishersins) í Reykjavík.

Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í starfi Hjálpræðishersins í Reykjavík. Í flokknum er þétt dagskrá alla vikuna og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða hér.

Í venjulegu árferði eru samkomur á sunnudögum kl. 14 en þess utan eru lofgjörðarkvöld einn sunnudag í mánuði og messy church einn laugardag í mánuði. Flokkurinn iðar einnig af lífi alla virka daga, sem dæmi má nefna spilakvöld, heimilasamband, aðstoð við heimanám, opið hús og fleira. 

Athugið að vegna þess að Hjálpræðisherinn í Reykjavík er á milli húsnæða eins og staðan er, liggur vikuleg dagskrá niðri. Fylgist með á heimasíðu og/eða samfélagsmiðlum til að fá upplýsingar um það hvenær starfið fer aftur af stað. 

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér dagskrá flokksins en hana má finna í heild sinni hér. 

Nýtt símanúmer fyrir velferðarþjónustu hefur verið tekið upp hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Til að óska eftir aðstoð í formi korts í matvöruverslun þarf að senda sms með nafni og kennitölu og panta tíma í viðtal. Símanúmerið er 620-6780.
 

Hjálpræðisherinn í Reykjavík er á Facebook og á Instagram.