Hjálpræðisherinn í Reykjavík

Börn og unglingar í unglingastarfinu vorið 2020Hjálpræðisherinn í Reykjavík (reykjavik@herinn.is) er í glæsilegt húsnæði að Suðurlandsbraut 72

Foringjar í Reykjavíkurteymi eru Hjördís Kristinsdóttir, Ingvi Kristinn Skjaldarson og Ester Ellen NelsonJaime Tablante er spænskumælandi og sér um að þjónusta ört vaxandi spænskumælandi hluta safnaðarins auk þess sem hann er umsjónarmaður íþróttastarfs safnaðarins.

Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í starfi Hjálpræðishersins í Reykjavík. Í flokknum er þétt dagskrá alla vikuna og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða hér.

Á sunnudögum er samkoma klukkan 11:00  

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér dagskrá flokksins en hana má finna í heild sinni hér.  

Hægt er að leigja út sali til fundarhalda, námskeiða eða fyrir veislur eins og stúdentveislur, fermingarveislur eða afmælisveislur. Hægt er að leigja salina með eða án veitinga. Samstarfsaðili Hjálpræðishersins með veitingar fyrir salina er LUX veitingar ehf. Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda fyrirspurn á salir@herinn.is
 

Hjálpræðisherinn í Reykjavík er á Facebook og á Instagram.