Hjálpræðisherinn í Reykjavík

Börn og unglingar í unglingastarfinu vorið 2020Hjálpræðisherinn í Reykjavík (reykjavik@herinn.is) er fluttur í nýtt og glæsilegt húsnæði að Suðurlandsbraut 72

Foringjar í Reykjavíkurteymi eru Hjördís Kristinsdóttir, Ingvi Kristinn Skjaldarson, Hannes Bjarnason og Birna Dís Vilbertsdóttir. Linda Björk Hávarðardóttir starfar sem verkefnastjóri BUH (Barna- og unglingastarfs Hjálpræðishersins) í Reykjavík.

Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í starfi Hjálpræðishersins í Reykjavík. Í flokknum er þétt dagskrá alla vikuna og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða hér.

Vegna fjöldatakmarkana er ekki hægt að halda úti venjubundinni dagskrá. En í venjulegu árferði eru samkomur á sunnudögum kl. 14 en þess utan eru lofgjörðarkvöld einn sunnudag í mánuði og messy church einn laugardag í mánuði. Flokkurinn iðar einnig af lífi alla virka daga, sem dæmi má nefna spilakvöld, heimilasamband, aðstoð við heimanám, opið hús og fleira. 

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér dagskrá flokksins en hana má finna í heild sinni hér. 

Nýtt símanúmer fyrir velferðarþjónustu hefur verið tekið upp hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Til að óska eftir aðstoð í formi korts í matvöruverslun þarf að senda sms með nafni og kennitölu og panta tíma í viðtal. Símanúmerið er 620-6780.
 

Hjálpræðisherinn í Reykjavík er á Facebook og á Instagram.