Velferðarstarf á Akureyri

Hjálpræðisherinn á Akureyri sinnir mataraðstoð allan ársins hring. Um jólin starfar Hjálpræðisherinn á Akureyri í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Rauða krossinn í Eyjafirði og Hjálparstarf kirkjunnar að sameiginlegri jólaaðstoð. Jólaaðstoðin er auglýst í staðarmiðlum og á samfélagsmiðlum í seinni hluta nóvember ár hvert.

Til að sækja um aðstoð í formi gjafakorts í matvöruverslun þarf að hringja í síma Hjálpræðishersins, 556-0300, og velja að fá samband við Akureyri. Flokksforingi sér um úthlutun og veitir nánari upplýsingar. 

Almennt er úthlutað á þriðjudögum.