Hjálpræðisherinn á Akureyri

Allt starf liggur niðri hjá Akureyrarflokki vegna framkvæmda.

Hjálpræðisherinn á Akureyri var stofnaður árið 1904 og starfsemin er að Hrísalundi 1a.

Miklar endurbætur hafa á síðustu mánuðum verið gerðar á húsnæðinu svo það henti starfsemi Hjálpræðishersins betur. Sem dæmi má nefna lyftu til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Akureyrarflokkur hefur því verið húsnæðislaus en fljótlega á nýju ári (2022) mun starfsemin hefjast að nýju.

Hægt er að hafa samband við Elínu Kjaran, flokksforingja í Akureyrarflokki í gegnum síma, 780 6888.

 -------------------------------------------------

Flokksforingi er Sigríður Elín Kjaran, Herdís Helgadóttir er starfsmaður í flokknum og Lára Ósk Hlynsdóttir sér um æskulýðsstarf flokksins. 

Í Hjálpræðishernum á Akureyri er rík hefð fyrir barna- og unglingastarfi og heimilasambandið á sér einnig langa sögu. Nýjustu viðbæturnar við dagskrá flokksins eru opið hús fyrir fjölskyldur og prjónahópur. Samkomur eru á sunnudögum kl. 11 og í hádeginu á miðvikudögum eru bænastundir. Árið 2022 verður farið af stað með fleiri dagskrárliði, til dæmis verða foreldramorgnar einu sinni í viku og bænastundum í hádeginu verður fjölgað. 

Hjálpræðisherinn á Akureyri er á Facebook og á Instagram undir notandanafninu herinnak.

Dagskrá Akureyrarflokks má nálgast hér.