Hjálpræðisherinn á Akureyri

Hjálpræðisherinn á Akureyri flutti í byrjun árs 2022 í nýtt húsnæði að Hrísalundi 1 a. Húsið er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9:30-13:30, þá er heitt á könnunni og starfsfólk á staðnum. Auk þess er dagskrá flesta daga vikunnar. 

Miklar endurbætur hafa á síðustu mánuðum verið gerðar á húsnæðinu svo það henti starfsemi Hjálpræðishersins betur. Sem dæmi má nefna lyftu til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

 -------------------------------------------------

Herdís Helgadóttir sér um flokksstarf á Akureyri, Særún Emma Stefánsdóttir er verkefnastjóri velferðarsviðs og Lára Ósk Hlynsdóttir sér um æskulýðsstarf flokksins. 

Í Hjálpræðishernum á Akureyri er rík hefð fyrir barna- og unglingastarfi og heimilasambandið á sér einnig langa sögu. Á dagskrá flokksins er eitthvað fyrir alla aldurshópa og alla fjölskylduna. Á þriðjudögum eru sannkallaðir fjölskyldudagar þar sem dagurinn byrjar á foreldramorgni, þá er fjölskyldustund eftir vinnu/skóla og kvöldið endar á unglingafundi. Bænastundir eru í hádeginu á miðvikudögum og á fimmtudagskvöldum er prjónahópur. Veturinn 2022-23 verða ekki vikulegar samkomur á sunnudögum heldur mánaðarlegar. 

Hjálpræðisherinn á Akureyri er á Facebook og á Instagram undir notandanafninu herinnak.

Hjálpræðisherinn á Akureyri er aðili að Velferðarsjóði Eyjafjarðar. Nánari upplýsingar um sjóðinn og velferðaraðstoð má nálgast hér. 

Dagskrá Akureyrarflokks má nálgast hér.