Hjálpræðisherinn á Akureyri

Hjálpræðisherinn á Akureyri var stofnaður árið 1904 og starfsemin er að Hvannavöllum 10 á Akureyri.

Flokksforingi er Sigríður Elín Kjaran og Herdís Helgadóttir starfar einnig í flokknum samhliða starfi á aðalskrifstofu. 

Í Hjálpræðishernum á Akureyri er rík hefð fyrir barna- og unglingastarfi og heimilasambandið á sér einnig langa sögu. Nýjustu viðbæturnar við dagskrá flokksins eru opið hús fyrir fjölskyldur og prjónahópur. Samkomur eru á sunnudögum kl. 11 og í hádeginu á miðvikudögum eru bænastundir. 

Hjálpræðisherinn á Akureyri er á Facebook og á Instagram undir notandanafninu herinnak.

Dagskrá Akureyrarflokks má nálgast hér.