Hjálpræðisherinn á Akureyri

Allt starf liggur niðri hjá Akureyrarflokki vegna endurbóta á nýju húsnæði flokksins.

Hjálpræðisherinn á Akureyri var stofnaður árið 1904 og starfsemin er að Hrísalundi 1a.

Miklar endurbætur er verið að gera á húsnæðinu þannig að það henti starfsemi Hjálpræðishersins betur. Sem dæmi má nefna að koma þarf fyrir lyftu svo aðgengi hreyfihamlaðra verði betra. 

Af þessum orsökum er Akureyrarflokkur húsnæðislaus og er óvíst hvenær starfsemi getur hafist í nýjum húsakynnum. 

Hægt er að hafa samband við Elínu Kvaran flokksforingja í Akureyrarflokki í gegnum síma, 780 6888.

 -------------------------------------------------

Flokksforingi er Sigríður Elín Kjaran og Herdís Helgadóttir (í fæðingarorlofi) starfar einnig í flokknum samhliða starfi á aðalskrifstofu. 

Í Hjálpræðishernum á Akureyri er rík hefð fyrir barna- og unglingastarfi og heimilasambandið á sér einnig langa sögu. Nýjustu viðbæturnar við dagskrá flokksins eru opið hús fyrir fjölskyldur og prjónahópur. Samkomur eru á sunnudögum kl. 11 og í hádeginu á miðvikudögum eru bænastundir. 

Hjálpræðisherinn á Akureyri er á Facebook og á Instagram undir notandanafninu herinnak.

Dagskrá Akureyrarflokks má nálgast hér.