Jól í júlí

Sunnudaginn 24. júlí verður hátíð hjá okkur á Hjálpræðishernum. Afhverju eru jól í júlí á Hjálpræðishernum? Það er vegna þess að við erum að minna á okkar starf sem við vinnum allann ársins hring. Fólk man vel eftir okkur um Jólin enda veit fólk að við gefum þeim sem eru efnaminni og jaðarsettir mat yfir hátíðarnar, en við gerum það líka allann ársins hring. Candy floss, pylsur, ískrap til sölu á vægu verði. Kaffihúsið verður einnig opið.