24. desember 2021

Hægt er að nálgast gjafir og mat hjá okkur á milli 10 og 14 á aðfangadag.

Jólaboð fellt niður

Jólaboð Hjálpræðishersins fellt niður vegna heimsfaraldursins. Það er með miklum trega eftir samtal við Almannavarnir að Hjálpræðisherinn í Reykjavík hefur ákveðið að fella niður árlegt jólaboð sitt á aðfangadag.

Jólagjafir barnanna

Yfir 100 börn hafa verið skráð til að koma til okkar á aðfangadag jóla. Öllum börnunum er gefin jólagjöf og við þurfum hjálp til að öll börnin geti farið heim með gjöf á aðfangadegi jóla.

Mest hlutfallsleg aukning í trúfélag Hjálpræðishersins

Í hverjum mánuði renna tæplega 1000 kr. fyrir hvern skráðan meðlim til trúfélaga af skatttekjum. Það er okkur mikilvægt að fá inn tekjur til að geta haldið úti starfsemi okkar og aðstoðað fleiri sem eru hjálpar þurfi.