Leikjanámskeið sumarið 2022

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á leikjanámskeið Hjálpræðishersins. Námskeiðið er með sambærilegu sniði og síðasta sumar. Eins og síðasta sumar er takmarkaður fjöldi barna á hverju námskeiði fyrir sig.

Skráning í fermingarfræðslu fyrir 2022-2023 er hafin

Vissir þú að það er hægt að fermast hjá Hjálpræðishernum? Nú er hægt að skrá sig í fermingarfræðsluna fyrir veturinn 2022 til 2023. Fer fræðslan fram á hverjum flokki fyrir sig, auk þess sem farið er í fermingarbúðir í Noregi í október.

Sumarfjör á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur með fullt af gleði, leikjum og skemmtun. Frítt fyrir alla.

Allt starf hafið á Akureyri

Starf Hjálpræðishersins á Akureyri er komið í fullan gang eftir framkvæmdir.

Íbúafundur á Suðurnesjum

Fyrir þá sem hafa tengsl við Úkraínu.

Aðstoð við flóttamenn frá Úkraínu

Hjálpræðisherinn er tilbúinn til að hjálpa flóttamönnum frá Úkraínu, sama hvort þeir eru á Íslandi eða annarsstaðar í Evrópu. Ef einstaklingar eru aflögufærir þá er hægt er að styðja við starfið með frjálsum framlögum inn á reikning: 0513-14-000022 kt. 620169-1539.

Sumarstörf laus til umsóknar

Leikjanámskeið verður haldið hjá okkur í Reykjavík og Reykjanesbæ eins og á síðasta ári. Nú leitum við að starfsfólki til að starfa á námskeiðunum.

Kastalakaffi í Herkastalanum í Reykjavík

Nú hefur opnað nýtt, glæsilegt og barnvænt kaffihús í húsnæði Hjálpræðishersins í Reykjavík og hefur fengið nafnið Kastalakaffi.

L O K A Ð

Vegna veðurs verður lokað hjá okkur í dag 7. febrúar 2022.

Við opnum dyrnar!

Loksins getum við opnað dyrnar hjá okkur og fengið fólk inn í fallega húsið okkar í Reykjavík. Við gætum að sjálfsögðu að fjöldatakmörkunum og hreinlæti og áfram er grímuskyldan virt.